Vorhátíð ÆSKR – Leikir og grill

Á síðasta degi vetrar, miðvikudaginn 24. apríl ætlum við að gera okkur glaðan dag og leika okkur saman í Seljakirkju. Fjörið hefst kl.17.30 (til ca. 20.00).
Farið verður í leiki úti eða inni, allt eftir veðri en sama hvernig vindar blása ætlum við að grilla og bjóða upp á grillaðar pylsur og með því.

Við vonum að sem flest félög geti mætt og átt góðan tíma saman á þessum stórskemmtilega viðburði. SÍÐASTI SKRÁNINGARDAGUR ER MÁNUDAGURINN 22. APRÍL og fer skráning fram á aeskr(hjá)kirkjan.is.