- Leyfilegt er að taka með sér nammi og drykki, í hófi, en ekki er leyfilegt að hafa orkudrykki.
- Við mælum með því að merkja farangur, fatnað og hluti og best er að skilja dýra hluti og tæki eftir heima.
- Nauðsynlegt er að hafa meðferðis: kodda, svefnpoka/sæng, náttföt, tannbursta, úlpu, húfu og vetlinga.
- Mæting á föstudaginn er kl.16:45 á bílastæði Árbæjarkirkju, brottför er kl.17:00
- Æskulýðsstarfsfólk úr hverri kirkju verður við rúturnar og tekur á móti sínum hópum og hjálpar þeim að koma fyrir farangri og finna sér sæti í rútu.
- Við komuna í vatnaskóg aðstoðar æskulýðsstarfsfólk sína hópa við að koma sér fyrir. Gist er í 4-8 manna herbergjum með kojum og er kirkjum fyrirfram úthlutað herbergjum þannig að þau geti haldið hópinn og hafi herbergisfélaga sem þau þekkja en svefnálmur eru kynjaskiptar.
- Dagskráin er þétt og góð og starfsfólk fylgir því eftir að allir finni sér eitthvað við hæfi í valfrálsum tíma.
- Þegar kemur að háttatíma gengur æskulýðsstarfsfólk úr skugga um að allir hafi komið sér vel fyrir og vakir þar til komin er svefnró í öllum herbergjum. Starfsmannagisting er á sömu göngum og auðfundin og til taks alla nóttina ef einhver þarf á að halda.
- Lagt er af stað heim kl.13 á laugardaginn og áætluð koma í Árbæjarkirkju er um kl.14. Við sendum SMS með staðfestum komutíma þegar rútur eru lagðar af stað.
Tengiliðir á meðan mótinu stendur eru:
- ÆSKR – Kristján Kjartansson s. 861-1625
- Árbæjarkirkja – Ingunn Björk Jónsdóttir s. 662-6601
- Grafarvogskirkja – Þóra Björg Sigurðardóttir s. 847-8633
- Hafnarfjarðarkirkja – Erla Björg Káradóttir s. 899-3738
- Langholtskirkja – Stefanía Steinsdóttir s. 862-8887
- Laugarneskirkja – Hjalti Jón Sverrisson s. 849-2048
- Neskirkja – Steinunn Arnþrúður Björnsdóttir s. 662-2677
- Selfosskirkja – Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir s. 897-3706
- Seljakirkja – Steinunn Anna Baldvinsdóttir s. 662-2050
Farsímasamband í Vatnaskógi er gloppótt og getur gerst að sími detti úr sambandi á óhagstæðum stöðum. Best er þá að reyna aftur eftir andartak eða hringja í einhvern annan fararstjóra sem getur þá komið á sambandi við viðkomandi eða svarað spurningum. (ath. einungis takmarkaðar upplýsingar fást við að hringja í landlínu Vatnaskógar, starfsfólk þar annast fyrst og fremst eldhús og staðarhald.)