TTT Dagskrá ÆSKR – Mót í Vatnaskógi og Ball í Neskirkju!

Framundan eru tveir stórskemmtilegir viðburðir fyrir TTT hópa.
 
Fyrst er skemmtidagskrá í Neskirkju þriðjudaginn 7. mars kl.17-19.
Boðið verður upp á pizzu, skemmtiatriði og diskótek.
Þessi viðburður er upplagður fyrir þau sem vilja hita upp fyrir TTT mótið eða bara gera sér skemmtilegan dagamun. Þátttaka er ókeypis en leiðtogar þurfa að vera á staðnum með sínum hópum.
 
TTT mót ÆSKR verður haldið í Vatnaskógi 24.-25. mars. Þar geta börnin skemmt sér í huggulegu og skemmtilegu umhverfi. Dagskráin er fjölbreytt og ætlað að höfða til allra. Við skemmtum okkur inni og úti, förum í ratleik og blásum upp hoppukastalana í íþróttahúsinu á laugardeginum. Innifalið eru rútuferðir og fullt fæði allan tímann, mótsgjald er 7.300.- kr.
 
Skráning á báða viðburðina er hjá æskulýðsstarfsfólki í hverri kirkju fyrir sig.
TTT auglýsing mót og partí