Tilkynning vegna breytinga á brottfarartíma á Febrúarmót um helgina

kl. 20:28

Gefin hefur verið út appelsínugul viðvörun fyrir allt landið á föstudag og gildir hún til kl.21 við Faxaflóa. Þrátt fyrir að þar segi að það byrji að draga úr vindi upp úr kl. 17 þá munum við ekki leggja af stað á meðan þessi viðvörun er í gildi.

Það stefnir því allt í það að við frestum för til laugardagsmorguns. Þá eru engar viðvaranir í gildi á landinu og veðurspáin lítur vel út. Brottför yrði þá klukkan 8:30 á laugardagsmorgni en á móti framlengjum við dvöl okkar örlítið á sunnudegi og höldum heim um kl. 14 í stað kl. 12 eins og áður var áætlað.

Fimmtudagsmorgun munum við taka stöðuna á þróun mála með veðurfræðingi og SBA og ef spáin er óbreytt og appelsínugul viðvörun enn í gildi þá sendum við út endanlega staðfestingu á breyttri ferðatilhögun.