Hér í Vatnaskógi er mikill snjór en gott veður.
Verið er að bera morgunmat á borð og undirbúa daginn. Enn er verið að moka þjóðveginn og við bíðum átekta. Við erum vongóð um að leiðin Vatnaskógur-Árbæjarkirkja hafi verið hreinsuð í tæka tíð fyrir áætlaða brottför. Við fáum upplýsingar frá SBA kl. 11:00 hvernig þeim miðar í átt til okkar.