Spila- og leikjakvöld ÆSKR

Miðvikudaginn 21. nóvember verður Spila- og leikjakvöld ÆSKR haldið hátíðlegt í Grensáskirkju kl 20:00. Ýmis skemmtileg spil verða á boðstólum fyrir einstaklinga og smærri hópa, boðið verður upp á Varúlf í tveimur stofum svo allir áhugamenn um varúlfa og varúlfaveiðar ættu að komast að. Fyrir þá sem þurfa á meiri hreyfingu að halda en hefðbundin spil gera ráð fyrir verður boðið uppá hressandi hópleiki.

Félögin þurfa að koma í fylgd leiðtoga sinna og leiðtogar þurfa að skrá þátttöku í síðasta lagi á hádegi 21. nóv á netfangið aeskr@kirkjan.is

Hlökkum til að sjá ykkur!
Þetta verður Legendary!