Söngmót Sigga Grétars í Vatnaskógi 12.-14. apríl 2013

Frábært söngmót í Vatnaskógi á vegum Skógarmanna og æskulýðsnefndar Kjalarnessprófastsdæmis.

Finnst þér gaman að syngja?  Finnst þér gott að sitja við arineldinn og syngja falleg lög?  Finnst þér gaman að syngja með öðrum krökkum?

Þá er Söngmótið í Vatnaskógi 12.-14. apríl rétti staðurinn fyrir þig.  Opið öllum unglingum í 8.-10. bekk sem hafa gaman af því að syngja.

–       Mikill söngur, fjörug lög, róleg lög, einfaldar raddanir.

–       Frjáls tími, íþróttahús, útivera, spjall, hasar, rólegheit.

–       Kvöldvökur, hugvekjur, gleði, gaman.

 

Rúta frá Holtavegi 28 (hús KFUM og K) föstudaginn 12. apríl kl. 18.00.  Rúta frá Sandgerði kl. 16.00.  Heimkoma til Reykjavíkur áætluð kl. 15.00 sunnudaginn 14. apríl og kl. 16 í Garð og Sandgerði. Almennt verð er kr. 9.000 fyrir utan rútu. Allur matur innifalinn. Á mótið geta komið einstök félög eða hópar með sínum leiðtoga en einnig er hægt að skrá sig sem einstakling líkt og þegar maður skrárir sig í sumarbúðir.  Starfsmenn Vatnaskógar bera þá ábyrgð á viðkomandi.

Móttsstjóri og ábyrgðarmaður er sr. Sigurður Grétar Sigurðsson og sér hann um að láta alla syngja af lífs og sálar kröftum.

Skráning og nánari upplýsingar á netfangi: srsgs@simnet.is eða hjá Sigurði Grétari í s. 895-2243.  Lausleg skráning fyrir 22. mars en lokaskráning og greiðsla miðast við 5. apríl.

Æskulýðsnefnd Kjalarnesprófastsdæmis

Skógarmenn KFUM