Sönghópur ÆSKR syngur í Smáralind

Á morgun, 15. des. ætlar Sönghópur ÆSKR að syngja jólalög í Smáralindinni kl 15-17 með bauka til að safna fyrir Hjálparstarfi Kirkjunnar. Ef þú vilt koma og vera með okkur, t.d. halda á bauk og segja fólki sem gengur hjá hvað er um að vera þá ert þú velkomin/n með. Hittu okkur kl 14:50 við þjónustuborðið í Smáralind.
Ef þú vilt frekar koma bara við og hlusta á okkur í nokkrar mínútur og lauma nokkrum krónum í baukinn þá er það líka hjartanlega velkomið! Sjáumst!