Seinkun brottfarar á Febrúarmót

kl. 13:21

Vegna þess storms sem búist er við að gangi yfir landið á föstudag lítur út fyrir að brottför okkar á föstudaginn á Febrúarmót muni frestast.

Við höfum ráðfært okkur við sérfræðinga Veðurstofunnar og Vegagerðarinnar sem telja að vindur gangi niður milli kl.19 og 20 á föstudag. Vegurinn um Kjalarnes muni lokast en hversu lengi sú lokun varir veltur ekki aðeins á vindhraða heldur einnig hvort bæti í snjó og hversu mikið fjúki á veginn. Það hefur áhrif á hversu fljótt er opnað aftur.

Ákvarðanir um lokanir og frekari viðvaranir munu ekki liggja fyrir fyrr en eftir fund viðbragðsaðila í dag þegar verða gefnar út tilkynningar í kjölfarið, fyrir kvöldfréttir eða í fyrramálið eftir atvikum.

Við ætlum okkur að fara varlega og förum ekki af stað nema það sé alveg öruggt en um leið viljum við gera eins gott úr helginni og hægt er. Það líklegasta í stöðunni á þessari stundu er að við frestum brottför fram yfir kl. 20-21 á föstudagkvöld eða til laugardagsmorguns. Við viljum þó áður heyra hvað kemur út úr fundi viðbragsaðila í dag til að geta tekið sem besta ákvörðum.