Þriðjudaginn 7.október verður ÆSKR með frábæran viðburð í Kaldárseli þar sem allir ætla að hafa gott samband.
Boðið verður upp á “Lífsgöngu” í fallegu umhverfi Kaldársels þar sem þátttakendur fara í stutta göngu og stoppa á nokkrum stöðum á leiðinni þar sem þau fá létt verkefni sem minna á hluti sem við lendum í á lífsleiðinni.
Þá verður boðið upp á hið geisivinsæla “Quidditch” í íþróttahúsi Kaldrársels með mögnuðum tilþrifum.
Boðið er upp á rútuferðir frá Neskirkju og Hjallakirkju stundvíslega kl.19.30 og lagt af stað til baka frá Kaldárseli kl.21.30
MIKILVÆGT er að skrá fjölda þátttakenda frá hverri kirkju hjá aeskr@kirkjan.is eða í síma 8611625 í síðastalagi mánudaginn 6. október svo að pláss verði fyrir alla í rútum.
Svo er að minna alla á að koma klædda eftir veðri!
Hlökkum til að sjá ykkur!
ÆSKR