ÆSKR

Æskulýðssamband Kirkjunnar í Reykjavíkurprófastsdæmum

Brottfarartími á Febrúarmót enn óákveðinn

kl. 13:10 Veðurspáin hefur enn breyst frá því í gærkvöld. Miðað við þær upplýsingar sem við höfum núna þá mun óveðrið ganga hraðar yfir og vera yfirstaðið í eftirmiðdaginn á föstudag. Veðurviðvarnari fyrir Faxaflóa falla úr gildi kl.18 og Vegagerðin áætlar að opna Kjalarnesið kl.15. Veðrið samkvæmt þessu lítur hreinlega betur út til brottfarar milli Read more about Brottfarartími á Febrúarmót enn óákveðinn[…]

Tilkynning vegna breytinga á brottfarartíma á Febrúarmót um helgina

kl. 20:28 Gefin hefur verið út appelsínugul viðvörun fyrir allt landið á föstudag og gildir hún til kl.21 við Faxaflóa. Þrátt fyrir að þar segi að það byrji að draga úr vindi upp úr kl. 17 þá munum við ekki leggja af stað á meðan þessi viðvörun er í gildi. Það stefnir því allt í Read more about Tilkynning vegna breytinga á brottfarartíma á Febrúarmót um helgina[…]

Seinkun brottfarar á Febrúarmót

kl. 13:21 Vegna þess storms sem búist er við að gangi yfir landið á föstudag lítur út fyrir að brottför okkar á föstudaginn á Febrúarmót muni frestast. Við höfum ráðfært okkur við sérfræðinga Veðurstofunnar og Vegagerðarinnar sem telja að vindur gangi niður milli kl.19 og 20 á föstudag. Vegurinn um Kjalarnes muni lokast en hversu Read more about Seinkun brottfarar á Febrúarmót[…]

Byrjun vetrarstarfs og skyndihjálparnámskeið

Nú þegar ágúst er gengin í garð fara æskulýðsfélögin að byrja aftur eftir sumarfrí. Það sem gott er að hafa í huga er að byrja starfið sem fyrst og helst fyrir eða í kringum skólasetningar til að hafa mesta möguleika á því að krakkarnir séu ekki búnir að lofa sér annað á fundartímum. Einnig sem Read more about Byrjun vetrarstarfs og skyndihjálparnámskeið[…]

Febrúarmót æskulýðsfélaga ÆSKR um helgina

Allt er að verða klárt fyrir skemmtilegt mót um helgina og er brottför samkvæmt áætlun á morgun. Við bendum á fb síðu ÆSKR þar sem við munum einnig setja inn tilkynningar eftir þörfum. Ef um áríðandi tilkynningar er að ræða þá sendum við forráðamönnum SMS skilaboð á þau númer sem fylgdu skráningum. https://www.facebook.com/aeskr/