Orðsending vegna veðursins í dag

V/Febrúarmóts
Veðrið er að byrja og fara að ganga yfir suðvestur hornið örlítið fyrr en áætlað var. En veðurspáin hefur að öðru leyti haldist frá í gær og sýnir að öruggt ferðaveður verði komið í dag fyrir klukkan 20:00. Veðurfræðingar gera ráð fyrir að veðrið byggist jafnt og þétt upp en gangi svo mjög hratt niður þegar það hefur farið yfir. Við munum að sjálfsögðu fylgjast vel með og eiga símafundi með SBA og Veðurstofunni í hádeginu (og oftar ef þurfa þykir). Allar ákvarðanir í þessu sambandi verða teknar á faglegum forsendum. En það gæti verið að einhverjum lítist ekki á blikuna akkúrat núna á meðan veðrið er svona sýnilegt. 
Ef einhverjar spurningar vakna er velkomið að hafa samband við Kristján hjá ÆSKR í síma 861-1625