Uppfært: Nýjustu veðurupplýsingar v/Ferðar í Vatnaskóg

Brottför en á áætlun klukkan 20:00 (mæting kl. 19:45)

kl: 17:30
Veðurspár hafa gengið eftir og gott betur en það. Veðrið lítur vel út og við förum því hress og kát af stað eins og áætlað var.

 

Nú upp úr kl. 13:00 Tókum við fundi með veðurfræðingi hjá Veðurstofu íslands og rekstrarstjóra SBA.

Veðurútlit er þannig að mælingar Veðurstofunnar sýna að núþegar eru hviður farnar að lækka undir fjöllum og veður verði gengið niður í borginn kl. 16 til 17, og leiðir út úr bænum bæði til norðurs og suðurs verða orðnar greiðfærar klukkan 18 bæði hvað varðar vind og vegi. SBA er með bíla úti í dag sem munu fara á undan okkur og sannreyna þá aðstæður. Útlit er því mjög gott fyrir brottför í kvöld klukkan 20:00 en að sjálfsögðu fylgjust við með og breytum áætlun ef minnsti vafi er fyrir hendi.

f.h. ÆSKR, Kristján Kjartansson
s:861-1625