Leiðtogagleði ÆSKR

Á morgun, föstudaginn 23. nóvember er leiðtogagleði ÆSKR! Við leiðtogarnir ætlum að eiga góða stund saman og fá að vera þátttakendur í fjörinu svona einu sinni í staðinn fyrir að vera alltaf skipuleggjendurnir. Snillingurinn og æskulýðsfrömuðurinn Ástríður Jónsdóttir eða Ásta Jóns eins og við þekkjum hana flest, er búin að hanna fyrir okkur skemmtidagskrá. Mæting er í Grensáskirkju kl 17:00. Gott er að vera snyrtilegur til fara (því svo endum við á hátíðarkvöldverði), en samt klædd utan yfir snyrtilegheitin eftir veðri (því enginn veit hvað Ásta ætlar að láta okkur gera), gott ef flestir geta tekið með sér myndavélar eða myndavélasíma því það þarf alla vega einn slíkann á hóp. Einnig þarf einn bíl á hóp svo þeir sem eru með ökuréttindi og hafa aðgang að bifreið sem tekur fimm manns í sæti (með bílstjóra) eru hvattir til að mæta á þeirri bifreið (en ekki stressa ykkur um of á þessu ákvæði þó því það þarf bara einn bíl á hverja fimm sko).

Þetta verður sjúklega gaman, skráningarfrestur er liðinn og um þrjátíu leiðtogar hafa skráð sig til þátttöku svo við hlökkum til að sjá ykkur og skemmta okkur saman!