Janúarnámskeið leiðtoga í æskulýðsstarfi

Janúarnámskeið ÆSKR verður haldið 16.-17. janúar.

Á námskeiðinu mun Edda McKenzie kenna ýmis hagnýt atriði sem auðvelda mjög framleiðslu æskulýðsfélaga á stuttmyndum, gera vinnuferlið markvissara og skipulagðara sem skilar vandaðra verki. Edda McKenzie er lærður Leikari, leikstjóri og kvikmyndagerðarkona frá University of Windsor í Kanada og Kvikmyndaskóla Ísland og hefur mikla reynslu af starfi við innlend og erlend verkefni. Einnig mun Daníel Ágúst Gautason leiðtogi halda stutta kynningu á reynslu og skipulagningu æskulýðsfélagsins NeDó í stutmyndagerð þeirra. Janúarnámskeiðið er því tilvalið til að byggja sig upp og bæta í reynsubankann þegar haldið er inn í nýtt ár í æskulýðsstarfinu.

Námskeiðið er opið öllum frá 16 ára aldri sem eru leiðtogar og aðstoðarleiðtogar í æskulýðsfélögum kirkjunnar. Nánari upplýsingar og skráning fer fram á skrifstofu ÆSKR í síma 861-1625 eða á netfanginu aeskr@kirkjan.is Síðasti skráningardagur er þriðjudagurinn 13. janúar.