Skemmtilegt og fróðlegt námskeið um þátttökukirkjuna og ungmennalýðræði verður haldið í Skálholti 2. febrúar. Fjallað verður um hvernig kirkjan getur virkjað og vætt ungt fólk á öllum aldri til þátttöku í lifandi og ábyrgu samfélagi, undir yfirskriftinni HUNANG, sem vísar til hinnar sætu afurðar samstarfs og skipulags. Námskeiðið er fyrir leiðtoga og leiðtogaefni og er því frábært tækifæri fyrir söfnuði að fara hópferð. Læra margt nýtt og kynnast betur.
Dagskrá laugardaginn 2. febrúar
8.30 Brottför frá Grensáskirkju
10.00 Morgunmatur í Skálholti
10.30 Biskupsleg staðarskoðun og tíðagjörð í Skálholtsdómkirkju
11.30 Vinnustöð I:
* 19 ára og yngri: Skipulag og uppbyggingu þjóðkirkjunnar. Jónína Sif Eyþórsdóttir, forseti kirkjuþings unga fólksins.
* 20 ára og eldri:
Kynning á Changemakers – Árni Þorlákur Guðnason
Kynning á Ungmennaráði Evrópu – Tinna Rós Steinsdóttir
Að breyta samfélagi – Kynning á verkefninu Energy og trú – Hjördís Kristinsdóttir
13.00 Matur
14.00 Vinnustöð II:
* 19 ára og yngri: Kirkjuverkefni: Pappakassakirkja- ólík módel. Hvernig kirkju vilt þú? Halldór Elías djákni og sérfræðingur í safnaðaruppbyggingu.
* 20 og eldri: Gæðakirkjan – hvernig getum við kallað fram það besta úr okkur sem þjónum innan kirkjunnar? Sr. Skúli Sigurður og sr. Erla Guðmundsdóttir
15.30 Kaffi
16.00 Messa
17.00 Brottför
Skráning er í höndum Biskupsstofu í netfanginu kristin.arnardottir@kirkjan.is. Síðasti skráningardagur er þriðjudagurinn 29. janúar og kostar á námskeiðið 5.900 krónur.
ÆSKR, ÆNK, KFUM og KFUK, Biskupsstofa og ÆSKÞ standa fyrir námskeiðinu, með þátttöku frá kirkjuþingi og kirkjuþingi unga fólksins.