14/11/2012

Starf ÆSKR með fötluðum

Annan hvern fimmtudag eru haldnir æskulýðsfundir fyrir fatlaða í Grensáskirkju kl 16:00-17:00. Starfið er í umsjón prests fatlaðra Guðnýjar Hallgrímsdóttur, Dagnýjar Höllu Tómasdóttur framkvæmdastjóra ÆSKR og Þorvalds Halldórssonar tónlistarmanns.
Guðný er nú í leyfi og þjónar séra Kristín Pálsdóttir í fjarveru hennar.

Starfið er vel sótt og afar vinsælt. Fatlað fólk á öllum aldri er hjartanlega velkomið. Við byrjum á að fá okkur kaffisopa, djús, ávexti og kex og förum svo inn í kirkju þar sem Þorvaldur Halldórsson stjórnar söngstund og prestur fatlaðra leiðir bæn og helgistund.