Grunnnámskeið leiðtoga

Mikilvægt námskeið fyrir alla sem starfa í barna- og unglingastarfi kirkjunnar.

Grunnnámskeið er ætlað þeim sem eru 17 ára og eldri og starfa í barna- og unglingastarfi kirkjunnar.
Eins og nafnið gefur til kynna eru teknir fyrir þeir þættir sem skipta hvað mestu máli að hafa innsýn við störf með börnum og unglingum í kirkjunni.
Að námskeiði loknu eiga leiðtogarnir að vera betur í stakk búnir að bera ábyrgð á starfi innan safnaða.

Námskeiðið er byggt upp á ellefu sjálfstæðum fyrirlestrum en verður kennt einn langan laugardag og síðan yfir eina helgi.

Efninu er skipt í þrjá megin flokka, þ.e. kristin trú, trúarlíf og helgihald og að starfa með börnum og unglingum í kristilegu starfi.

Áhersla er lögð á virka þátttöku nemendanna og gott samfélag.

Leiðbeinandi á námskeiðinu verður Kristín Þórunn Tómasdóttir héraðsprestur í Kjalarnessprófastsdæmi

Langur laugardagur: 16.mars haldið í Brekkuskógi á Álftanesi

Helgarnámskeið 5.-7.apríl: Sumarbústaðir í Brekkuskógi

Lágmarks þátttakendafjöldi er 10 og eru skráningar bindandi.

Skráning er hafin hjá: kristin.arnardottir@kirkjan.is

Skráningu lýkur mánudaginn 11.mars.

Verð: 12.000.-

Námskeiðið er unnið í samstarfi ÆNK, ÆSKR, ÆSKÞ og Biskupsstofu. Nánari upplýsingar um námskeiðið má fá hjá þessum aðilum.