Febrúarmóti frestað!

Eftir að hafa rætt stöðu mála við vaktsjóra SBA og farastjóra í flestum hópum sem skráðir eru á mótið þá er það niðurstaða að besti kosturinn sé að fresta mótinu í stað þess að halda áfram í óvissu vegna þessa mikla óveðurs sem væntanlegt er á morgun.


Við stefnum á að halda mótið þess í stað helgina 6-8. mars og munum senda út nánari upplýsingar varðandi það eftir helgi.
Við vonum að sem flestir þátttakendur hafi tök á að koma á nýjum tíma. Þau sem ekki komast fá endurgreitt en einnig verður opnað fyrir nýskráningar.