06/01/2020

Febrúarmót ÆSKR

Febrúarmót 2020 haldið 6.-8. mars í Vatnaskógi.


Upplýsingablað og leyfisbréf fyrir þátttakendur og forráðamenn:

Upplýsingablað fyrir þátttakendur og foráðamenn:
http://aeskr.is/wp-content/uploads/2020/02/Februarmot-2-2020-Upplysingablad-pdf.pdf

Í skjalinu er einnig pláss til að setja inn ykkar tengiliðaupplýsingar og reikn. númer vegna mótsgjalda.

Skráningar og leyfsibréf:
http://aeskr.is/wp-content/uploads/2020/02/Februarmot-2-2020-leyfisbref-pdf.pdf

Leyfisbréf vegna myndatöku:
http://aeskr.is/samthykki-vegna-myndatoku-aeskr-2020-u18/


Skráning fer fram rafrænt á http://skraning.aeskr.is

Minnum á atriðakeppni æskulýðsfélaganna á kvöldvöku laugardags.

Eitt atriði frá hverju félagi, hámarkslengd atriða er 3 mínutur. Einnig mælumst við til þess að atriði séu ekki hópleikir eða sæki óundirbúið sjálfboðaliða úr sal (það er nóg af leikjum á öðrum tímum 🙂 )

Þátttökugjald er 12.000 fyrir æskulýðsfélög safnaða innan Reykjavíkurprófastsdæma. Félög utan Rvp greiða 14.000 og eru þau hvött til að sækja um jöfnunarstyrk frá sínum hérðassjóði. Sama gjald gildir fyrir þátttakendur, leiðtoga og aðstoðarleiðtoga.

Mótið er fyrir unglinga í æskulýðsfélögum á gagnfræðaskólaaldri. Gert er ráð fyrir 1 fullorðunum (18) leiðtoga fyrir hverja 7 þátttakendur, þar að auki geta unglingar sem komin eru á menntaskólaaldur en ekki orðin 18 ára fylgt sínum hópi sem aðstoðarleiðtogi.