Febrúarmót ÆSKR haldið 6.-8. mars

Vegna óveðursins helgina 14.-16.feb. var mótinu frestað. Það reyndist nauðsynlegt enda var veðrið mjög slæmt á staðnum og var hann um tíma rafmagns- og hitaveitulaus.
Megin dagskrá og framkvæmd mótsins verður með sama sniði og upphaflega var áætlað og verður brottför á sama tíma á föstudegi kl.17:30 (mæting 17:15) frá Árbæjarkirkju og heimkoma á sunnudegi kl. 13 á sama stað.
Æskulýðsstarfsfólk hverrar kirkju sér um að staðfesta þátttöku þeirra sem upphaflega höfðu skráð sig, taka við nýsrkáningum og forföllum.
Við vonum að ný tímasetning henti sem flestum en skiljum að það sé þó ekki svo hjá öllum. Aðeins þessi eina helgi 6.-8. mars var laus og því sá eini tími sem okkur stóð til boða til að halda mót í sömu mynd og verið hefur.