Febrúarmót 2013

Um 230 unglingar og leiðtogar þeirra áttu saman frábæra helgi í Vatnaskógi á febrúarmóti ÆSKR 2013. Eins og venja er á þessum mótum var stemningin frábær. Skemmtilegar kvöldvökur og ýmiskonar fjölbreytt verkefni. Þá var að sjálfsögðu spurningakeppni ÆSKR á sínum stað og í ár voru það NEDÓingar sem stóðu uppi sem sigurvegarar. Þá sigraði MeMe junior, yngra félagið frá Digraneskirkju hæfileikakeppnina með myndbandi og söng sem gladdi bæði augu,eyru og hjarta. Sérstakt mótslag sem bar sama heiti og yfirskrift mótsins, Ég um mig frá mér til þín https://soundcloud.com/larusoskarsigmundsson/eg-um-mig-fra-mer-til-thin var spilað við hvert tækifæri og hlaut góðar undirtektir.

ÆSKR þakkar mótsstjórunum, leiðtogum, þátttakendum og starfsfólkinu í Vatnaskógi fyrir frábæra helgi!

Ég um mig frá mér til þín