12/11/2012

Erlent Samstarf

ÆSKR leggur á það áherslu að gefa leiðtogum í æskulýðsstarfi kost á því að kynna sér starf kirkjunnar erlendis. Í því augnamiði er ÆSKR þátttakandi í starfi ECUMENICAL YOUTH COUNCIL IN EUROPE (EYCE). Um leið er ÆSKR hluti af samkirkjulegu starfi kirkjunnar í heild. En slíkt er að mati sambandsins mjög mikilvægt þar sem trúverðugleiki kristins fólks byggir m.a. á því að ólíkrar kristnar kirkjudeildir geti starfað saman.

En ÆSKR tekur ekki aðeins þátt í starfi EYCE, heldur leitast sambandið við að bjóða leiðtogum í starfi upp á leiðtoganámskeið erlendis, t.d. í samvinnu við Olde Vechte í Hollandi. Þá hefur ÆSKR staðið að pílagrímsferðum til TAIZE-KLAUSTURSINS í Frakklandi.

Það starf sem hér er nefnt að ofan er miðað við ungt fólk eldra en 17 ára, þ.e. leiðtogana í starfinu. Einnig er nokkuð um að æskulýðsfélög kirknanna fari erlendis. Sem dæmi má nefna að æskulýðsfélögin í Digraneskirkju og Neskirkju fóru saman á stóra hátíð á vegum KFUM og K í Prag árið 2008 og er stefnan að fara aftur núna sumarið 2013 með eldri hópa félaganna tveggja. Einnig hafa mörg félög farið og heimsótt önnur æskulýðfélög í öðrum löndum.

Sumarið 2011 fór hópur úr Farskóla leiðtogaefna til Þýskalands og vann þar að verkefni um umhverfisvernd ásamt hópi unglinga þaðan. Sá hópur kom svo í heimsókn til Íslands sumarið 2012 og hitti Íslendingana á nýjan leik og þá var unnið í verkefnum gegn einelti. Verkefnin voru styrkt af Evrópu ungafólksins og fengu mikla umfjöllun í fjölmiðlum, bæði hér heima og í Þýskalandi.