Eins mikið frelsi og þú þarft – Spennandi námskeið EYCE á þýskum kirkjudögum

Dagana 30. apríl – 5. maí heldur EYCE í samvinnu við fleiri ungmennasamtök námskeið sem ber yfirskriftina “Eins mikið frelsi og þú þarft. Trúarlegt umburðarlyndi og margbreytileiki í Evrópu” Námskeiðið er haldið í tenglsum við kirkjudaga þýsku mótmælenda kirknanna sem haldnir verða í Hamborg.

Námskeiðið er í boði fyrir 20 – 26 ára og má fá allar nánari upplýsingar á heimasíðu EYCE http://www.eyce.org/eyce-news/events-and-trainings/2013/01/as-much-freedom-as-you-need/

Kirkjudagarnir eru ákaflega fjölsóttir, með fjölbreyttri dagskrá og ýmiskonar viðbuðrum og kynningum. Þarna er því tækifæri til að slá tvær flugur í einu höggi og fara á spennandi námskeið um efni sem hefur mikið verið í deiglunni á Íslandi og upplifa áhrifamikla þýska kirkjudaga.