ÉG um MIG frá MÉR til ÞÍN

Nú fer að styttast í febrúarmót ÆSKR en það verður haldið í Vatnaskógi 15.-17. febrúar næstkomandi.
Yfirskriftin er “ÉG um MIG frá MÉR til ÞÍN” og er mótið fyrir  æskulýðsfélög (8.-10. bekk) í kirkjunni.

Mótið er stútfullt að skemmtilegri dagskrá en þar má nefna kvöldvökur, íþróttafjör, stöðvaleik og hægt verður að spila, leika, föndra, fara í heitan pott og svo bara sitja og kjafta þess á milli. Fræðsla og helgihald fær líka góðan stað í dagskránni enda með því mikilvægara.

Spurningakeppni æskulýðsfélaganna verður að sjálfsögðu á sínum stað á
mótinu og þarf hvert félag að vera búið að velja þriggja manna lið sem keppir
fyrir félagið. Á laugardagskvöldinu er síðan atriðakeppni þar sem hvert félag má koma með atriði, hvort sem er söng, leik, leikrit eða videomynd.
Þátttaka á mótinu kostar 10.200 krónur.-  en innifalið í því er rúta frá
Árbæjarkirkju (og aftur þangað), matur og gisting.  Sniðugt er fyrir
æskulýðsfélögin að standa fyrir söfnun fyrir mótið til að fleiri eigi
möguleika á að koma með.

Hver kirkja sér um að veita nánari upplýsingar og tekur við skráningum frá sínum krökkum og heldur utan um allar upplýsingar s.s. leyfisbréf frá foreldrum. Ekki er hægt að skrá sig beint hjá ÆSKR.

Skráningar þurfa síðan að berast ÆSKR á aeskr@kirkjan.is  í síðasta lagi mánudaginn 11. febrúar.

Við vonum að sem flest félög mæti á þetta frábæra mót sem er löngu
búið að vinna sér fastan sess hjá æskulýðsfélögum á Reykjavíkursvæðinu.