Vorhátíð ÆSKR – Leikir og grill

Á síðasta degi vetrar, miðvikudaginn 24. apríl ætlum við að gera okkur glaðan dag og leika okkur saman í Seljakirkju. Fjörið hefst kl.17.30 (til ca. 20.00). Farið verður í leiki úti eða inni, allt eftir veðri en sama hvernig vindar blása ætlum við að grilla og bjóða upp á grillaðar pylsur og með því. Við Read more about Vorhátíð ÆSKR – Leikir og grill[…]

Febrúarmót!

Í tilefni Febrúarmótsins sem nálgast óðfluga hefur snillingurinn Lalli í Hjallakirkju samið lag fyrir ÆSKR. Lagið heitir “Ég um mig frá mér til þín” rétt eins og yfirskrift mótsins er. Endilega hlustið á lagið og lærið það, það verður mikið sungið í Vatnaskógi! [embedplusvideo height=”356″ width=”584″ standard=”http://www.youtube.com/v/SU9fj8VG4j4?fs=1″ vars=”ytid=SU9fj8VG4j4&width=584&height=356&start=&stop=&rs=w&hd=0&autoplay=0&react=1&chapters=&notes=” id=”ep9470″ /] Takk Lalli, þú ert meiriháttar! Read more about Febrúarmót![…]

ÉG um MIG frá MÉR til ÞÍN

Nú fer að styttast í febrúarmót ÆSKR en það verður haldið í Vatnaskógi 15.-17. febrúar næstkomandi. Yfirskriftin er “ÉG um MIG frá MÉR til ÞÍN” og er mótið fyrir  æskulýðsfélög (8.-10. bekk) í kirkjunni. Mótið er stútfullt að skemmtilegri dagskrá en þar má nefna kvöldvökur, íþróttafjör, stöðvaleik og hægt verður að spila, leika, föndra, fara Read more about ÉG um MIG frá MÉR til ÞÍN[…]

♪ ♫ ♬ Skín í rauðar skotthúfur ♩ ♪ ♫ ♬

Sönghópur ÆSKR hittist í dag (þriðjudag)  kl 17:00 í Digraneskirkju. Síðast æfðum við upp nokkur lög og settum við þau raddanir og skemmtum okkur konunglega. Meðal annars sungum við Skín í rauðar skotthúfur, Jólin jólin allsstaðar, Forðum í bænum Betlehem, Þá nýfæddur Jesús og fleira. Ef þú hefur gaman af að syngja og vilt komast Read more about ♪ ♫ ♬ Skín í rauðar skotthúfur ♩ ♪ ♫ ♬[…]

Spila- og leikjakvöld ÆSKR

Miðvikudaginn 21. nóvember verður Spila- og leikjakvöld ÆSKR haldið hátíðlegt í Grensáskirkju kl 20:00. Ýmis skemmtileg spil verða á boðstólum fyrir einstaklinga og smærri hópa, boðið verður upp á Varúlf í tveimur stofum svo allir áhugamenn um varúlfa og varúlfaveiðar ættu að komast að. Fyrir þá sem þurfa á meiri hreyfingu að halda en hefðbundin Read more about Spila- og leikjakvöld ÆSKR[…]