Brottfarartími á Febrúarmót enn óákveðinn

kl. 13:10

Veðurspáin hefur enn breyst frá því í gærkvöld. Miðað við þær upplýsingar sem við höfum núna þá mun óveðrið ganga hraðar yfir og vera yfirstaðið í eftirmiðdaginn á föstudag. Veðurviðvarnari fyrir Faxaflóa falla úr gildi kl.18 og Vegagerðin áætlar að opna Kjalarnesið kl.15. Veðrið samkvæmt þessu lítur hreinlega betur út til brottfarar milli 20 og 21 á föstudagskvöld heldur en á laugardagsmorgni.

Vefur veðurstofunnar hefur legið niðri og mikið álag þar þannig að við höfum ekki fengið þær nýjustu spár sem væntanlegar eru. Tíðindi eru væntanleg eftir fund Almannavarna og Veðurstofu klukkan 14. Þær viðvarandir sem mest er fjallað um í fréttum eru vegna næturinnar og föstudagsmorguns en eiga síður við um kvöldið. Við bíðum enn eftir fregnum frá veðurstofunni um það.

Við viljum ítreka það að við viljum vera mjög varkár varðandi ferðalög sem þessi og förum ekki af stað nema það sé mat sérfræðinga að það sé fyllilega öruggt.