V/ Brottfarar á Febrúarmót. nýr brottfarartími kl.20:00
Vegna veðurs sem spáð er á morgun hefur verið tekin sú ákvörðun í samráði við SBA Norðurleið og Veðurstofu Íslands að fresta brottför á Febrúarmót í Vatnaskógi til kl. 20:00 (mæting kl.19:45). Það er mat sérfræðinga að veðrið muni ganga hratt yfir á morgunn og að milt veður og greiðfært verði orðið vel tímanlega fyrir brottför.
Við munum að sjálfsögðu fylgjast áfram grannt með veðri og bregðast við ef einhverjar óvæntar breytingar verða.