Ársfundur ÆSKR

Ársfundur ÆSKR fór fram í Grensáskirkju þirðjudaginn 16. apríl. Fundurinn hófst með helgistund í kirkjunni í umsjá sr. Ólafs Jóhannssonar. Að helgistundinni lokinni hófust hefðbundin ársfundarstörf þar sem Dagný Halla Tómasdóttir starfsmaður ÆSKR kynnti ársskýrslu starfsársins og Jónína Sif Eyþórsdóttir formaður ÆSKR kynnti drög að fjárhagsáætlun fyrir árið 2014 sem fer síðan til samþykktar hjá héraðsnefndum og héraðsfundum prófastsdæmanna.

Um leið og ársskýrslan var kynnt fengu fundarmenn blöð í hendurnar til að skrifa niður hugmyndir að starfi ÆSKR fyrir næsta starfsár og komu margar góðar hugmyndir fram. Nýtt æskulýðsráð mun síðan vinna úr hugmyndunum við mótun dagskrár næsta vetrar.

Kosið var í nýtt æskulýðsráð og fengu Anna Arnardóttir frá Grafarvogskirkju, Hjörtur Freyr Sæland frá Digraneskirkju og Berglind Ólafsdóttir frá Seljakirkju kosingu sem aðalmenn til tveggja ára og Katrín Helga Ágústdsóttir frá Neskirkju og Gunnar Óli Markússon frá Neskirkju voru kosin varamenn til eins árs. Fyrir í ráðinu voru Jónína Sif Eyþórsdóttir frá Hjallakirkju og Sunna Björg Gunnarsdóttir frá Seljakirkju.

Á fundinum var einnig valið í mótsnefnd, menntanefnd, haustviðburðarnefnd og skemmtinefnd leiðtoga.

Góð stemning var á fundinum og hugur í fólki. Það stefnir því all í það að félögin geti átt von á öflugu starfi hjá ÆSKR á næsta starfsári.IMG_5747 IMG_5743