Ársfundur ÆSKR verður haldinn mánudaginn 24.apríl 2017

Ársfundur ÆSKR verður haldinn mánudaginn 24.apríl 2017 í Grensáskirkju kl.17.00.

Á ársfundi er kynnt ársskýrsla ÆSKR ásamt öðrum fundarefnum sem varða starfið.

Kosið verður í æskulýðsráð ÆSKR. Tveir fulltrúar frá hverjum söfnuði hafa atkvæðisrétt á ársfundi ÆSKR en auk þess eiga þjónandi prestar, djáknar og æskulýðsfulltrúar í föstu starfi í söfnuðum prófastsdæmanna atkvæðisrétt á fundinum. Ársfundur er öllum opinn.

Við óskum eindregið eftir því að söfnuðir prófastsdæmanna sendi fulltrúa, ungt fólk sem er virkt í æskulýðsstarfi kirkjunnar, á fundinn og taki þannig virkan þátt í að móta sameiginlegt æskulýðsstarf prófastsdæmanna.