Æskulýðsmótum ÆSKR aflýst vegna COVID-19 faraldurs

ÆSKR hefur í samráði við æskulýðsfulltrúa safnaða ákveðið að aflýsa æskulýðsmóti unglinga sem átti að fara fram dagana 6.-8. mars og æskulýðsmóti 10 til 12 ára barna sem átti að fara fram 13.-14. mars.

Okkur þykir leitt að þurfa að taka þessa ákvörðun en vegna þróunar síðustu daga teljum við þetta nauðsynlegt með öryggi barnanna að leiðarljósi. Við þessa ákvörðun var einnig tekið tillit til sjónarmiða foreldra og hversu víða börn og starfsfólk koma að og safnast saman í aðstæðum sem bjóða upp á aukna smithættu.

Forsjáraðilum er bent á að hafa samband við æskulýðsfulltrúa í sínum söfnuði vegna fullrar endurgreiðslu mótsgjalda. Starfsmaður ÆSKR getur veitt þeim sem þurfa upplýsingar um tengilið í söfnuði.

Kristján Kjartansson,
Æskulýðsfulltrúi ÆSKR