ÆSKR fær viðurkenningu!

Í kvöld tekur ÆSKR við viðurkenningu fyrir fyrirmyndaverkefnið Youth against Bullying – A human rights campaign against discrimination and exclusion sem fram fór í Háteigskirkju síðasta sumar. Verkefnið var ungmennaskipti sem unnið var í samstarfi ÆSKR og Evangelische Kirchenmeinde Inden-Langerwehe í Þýskalandi.
Verkefnið verður fulltrúi Íslands í flokknum The Active European Citizen á verðlaunahátíð fyrirmyndarverkefna ungmennaáætlunar Evrópusambandsins sem fram fer í Brussel næsta föstudag, þann 31. maí. Þar eru 35 verkefni tilnefnd í 3 verðlaunaflokkum sem allir tengjast Evrópuári borgaranna 2013.

Endilega komið og fylgist með – og þeir sem tóku þátt í verkefninu, mætið endilega í bláu peysunum 😉

Sjá auglýsingu um atburðinn hér.