Æskarinn – Stuttmyndahátíð ÆSKR

Við hvetjum öll æskulýðsfélög til að taka þátt hvort sem keppt er til sigurs eða til skemmtunar því viðburðurinn er sérlega glæsilegur í ár. Sýningarkvöldið verður haldið í Bæjarbíói 26. mars. Bæjarbíó hefur verið gert upp í sína upprunalegu mynd og því einn fallegasti sýningarstaður sem völ er á. Það verður því hátíðarstemning og eftirminnilegt kvöld. Boðið verður upp á skemmtiatriði í hléi og veitingasala hússins verður opin. Við hvetjum því alla til að mæta, styðja sitt félag og bjóða foreldrum og systkinum.æskarinn 2015