Á ég að gæta bróður míns? Janúarnámskeið ÆSKR 11.-12. janúar 2013

Janúarnámskeið ÆSKR árið 2013 verður haldið dagana 11.-12. janúar á nýjum og spennandi stað á Drangshlíð við Skógarfoss (sjá upplýsingar og myndir http://www.booking.com/hotel/is/guesthouse-drangshlid.en-us.html?sid=71df7e3bc219f1d03ba9a0e24e6d48ce;dcid=1 ).

Á föstudagskvöldinu leggjum við áherslu á skemmtun og samfélag og ætlum að taka með fullt af skemmtilegum borðspilum sem eru í eigu ÆSKR og verður í boði að prófa og skemmta sér yfir.

Halla Jónsdóttir aðjúnkt við Menntavísindasvið HÍ mun á laugardeginum fjalla um sálgæslu með sérstaka áherslu á sálgæslu ungs fólks. Halla hefur langa reynslu af starfi með börnum og unglingum í gegnum kennslu og kirkjustarf, þar á meðal með unglingum sem þurft hafa stuðning vegna félagslegra og geðrænna vandamála. Mikilvægt er að geta brugðist rétt við þegar unglingar í starfinu leita til okkar með vandamál og því er þetta mikilvægt málefni fyrir alla sem starfa í kirkjustarfinu.

Janúarnámskeið ÆSKR hafa í mörg ár verið afar vel sótt enda er mikið lagt upp úr góðum viðurgjörningi og áherslu á samfélagið.  Það er því tilvalið tað mæta til að byggja sig upp þegar haldið er inn í nýtt ár í æskulýðsstarfinu.

Það er ákaflega mikilvægt að gleyma ekki að byggja sig upp sem leiðtoga og fá stuðning frá samfélagi þeirra sem starfa að sömu málefnum kirkjunnar.

Við  hvetjum presta og æskulýðsfulltrúa til að gefa leiðtogum sínum kost á að sækja námskeið fyrir æskulýðsleiðtoga í kirkjunni, en vel upplýstir leiðtogar eru grunnurinn að því faglega æskulýðsstarfi sem kirkjan stendur fyrir.

Námskeiðið er opið öllum frá 16 ára aldri sem eru leiðtogar og aðstoðarleiðtogar í æskulýðsfélögum kirkjunnar.

Lagt verður af stað frá Grensáskirkju kl.17.30 föstudaginn 11. janúar og komið til baka í Grensáskirkju um kl.17.30 laugardaginn 12. janúar.

Þátttaka á námskeiðnu kostar kr. 12.900.- og innifalið í því eru rútuferðir, gisting með uppbúnu rúmi og matur.

Skráning fer fram á skrifstofu ÆSKR í síma 528 4427 eða á netfanginu aeskr@kirkjan.is. Allra síðasti dagur til skráningar er þriðjudagurinn 8. janúar 2013.

Díana Guðmundsdóttir og Anna Arnardóttir annast undirbúning námskeiðsins ásamt starfkonu sambandsins.