Default title

Ársfundur ÆSKR verður þann 16.apríl næstkomandi í Grensáskirkju og hefst kl.17.00.

Mikilvægt er að þau sem starfa við eða koma að æskulýðsmálum kirkjunnar í Reykjavíkurprófastsdæmum mæti á fundinn og taki þannig virkan þátt í sameiginlegu æskulýðsstarfi prófastsdæmanna. Á fundinum verður farið yfir málefni síðasta starfsárs, kosið í Æskulýðsráðið og fólki gefst kostur á að gefa sig fram í ýmiss nefndarstörf. Ef þú vilt hafa áhrif á starf ÆSKR þá skalt þú mæta.
Skýrslu æskulýðsráðs og æskulýðsfulltrúa ÆSKR fyrir starfsárið 2012-2013 má sjá hér: [bsk-pdf-manager-pdf id=1]


Í beinu framhaldi af fundinum verður spilaskemmtun fyrir leiðtoga. Gera má ráð fyrir að við byrjum að spila um kl.19 og þeir sem ekki komast á ársfundinn eru velkomnir beint í spilin. Boðið verður upp á pizzur á milli ársfundar og spilaskemmtunar.

Hlökkum til að sjá sem flesta
Kveðja Dæja og Ráðið 😉