♪ ♫ ♬ Skín í rauðar skotthúfur ♩ ♪ ♫ ♬

Sönghópur ÆSKR hittist í dag (þriðjudag)  kl 17:00 í Digraneskirkju.
Síðast æfðum við upp nokkur lög og settum við þau raddanir og skemmtum okkur konunglega. Meðal annars sungum við Skín í rauðar skotthúfur, Jólin jólin allsstaðar, Forðum í bænum Betlehem, Þá nýfæddur Jesús og fleira. Ef þú hefur gaman af að syngja og vilt komast í jólastuð þá skaltu ekki missa af þessu! Hlökkum til að sjá þig!