19/09/2017

Skráning í viðburði

Bæklingur og leyfisbréf vegna TTT móts 1.-2. apríl

Í þessum skjölum er gert ráð fyrir að æskulýðsfulltrúar setji inn upplýsingar fyrir sitt félag: dags. sem skal skila leyfisbréfi, tengiliða upplýsingar og reikningsnúmer o.s.frv. Skjölin eru aðgengileg bæði sem pdf og word, þau innihalda sömu upplýsingar.

Í pdf útgáfu er gert er ráð fyrir að prentað sé á báðar hliðar á einu blaði þá verður til 4 bls. bæklingur. Þegar word útgafán er prentuð þarf að velja bæði að prenta 2 síður á 1 og beggja vegna blaðsins (“pages per sheet: 2” og “two sided printing”) ef prentarinn býður upp á það.

foreldrar geta haldið eftir heima eftir þessum bæklingi með tengiliðaupplýsingum o.s.frv. og svo annað blað sem er leyfisbréf sem skilað er inn. Leyfisbréf er í sér skjali (word og pdf)

Leiðtogar athugið! Frestur til að skila skráningum inn í skráningarkerfi ÆSKR 
er til og með 25. mars. -> https://skraning.aeskr.is/login.php

Bæklingur og leyfisbréf vegna Æskulýðsmóts (Febrúarmót) 11.-13. mars

Í þessum skjölum er gert ráð fyrir að æskulýðsfulltrúar setji inn upplýsingar fyrir sitt félag: dags. sem skal skila leyfisbréfi, tengiliða upplýsingar og reikningsnúmer o.s.frv. Skjölin eru aðgengileg bæði sem pdf og word, þau innihalda sömu upplýsingar og má nota hvora útgáfu sem hentar betur.

Tvíblöðungs skjölin eru hugsuð þannig að prentað sé á báðar hliðar A4 blaðsíðu og leyfisbréfin þannig að pdf skjalið prentar tvö leyfisbréf á eitt A4 blað en word skjalið er sett upp fyrir eitt bréf á hverja síðu.

Leiðtogar athugið! Frestur til að skila skráningum inn í skráningarkerfi ÆSKR
er til og með 4. mars. -> https://skraning.aeskr.is/login.php