12/11/2012

Siðareglur Kirkjunnar

SIÐAREGLUR VÍGÐRA ÞJÓNA, STARFSFÓLKS
OG SJÁLFBOÐALIÐA ÞJÓÐKIRKJUNNAR.

Grundvallarregla mannlegra samskipta er gullna reglan: „Allt sem þér viljið, að aðrir menn geri yður, það skuluð þér og þeim gera.“ (Matt. 7,12)
Starfsfólk og vígðir þjónar kirkjunnar hafa þá reglu umfram allt að leiðarljósi og leitast við að bera fagnaðarerindi Krists vitni í orði og verki með því að:

 1. Gera sér far um að mæta hverjum einstaklingi í kærleika Krists með virðingueftir því sem skilningur og samviska bjóða hverju sinni og láta sér annt um líðan og velferð annarra.
 2. Gæta vandvirkni, samviskusemi og heiðarleika í starfi og að orð og athæfisamrýmist starfi og umhverfi, stað og stund.
 3. Virða þagnarskyldu um hvað eina sem þau verða áskynja í starfi og leynt skal fara.
 4. Gæta þess að vanvirða ekki tilfinningar og tiltrú skjólstæðinga sinna.
 5. Fara ekki í manngreinarálit og veita þeim kirkjulega þjónustu sem leita eftir henni.
 6. Þekkja og virða takmörk sín og sækja sér faghandleiðslu og sálgæslu.
 7. Misnota aldrei aðstöðu sína eða ógna velferð skjólstæðings, svo sem meðóviðeigandi hegðun, orðfæri, viðmóti, kynferðislegri eða annars konar áreitni.
 8. Minnast þess að mörk einstaklinga eru mismunandi, svo sem að snerting getur auðveldlega misskilist eða valdið óþægindum.
 9. Stofna ekki til óviðeigandi sambands við skjólstæðing.
 10. Leita eftir símenntun, fræðslu og uppbyggingu í trú og kristnu samfélagi.
 11. Sýna ábyrgð og trúmennsku í meðferð fjármuna.
 12. Gæta hófs í umgengni við áfengi og vera öðrum fyrirmynd í þeim efnum. Í skipulögðu æskulýðsstarfi og í ferðum með börnum og ungmennum er óheimilt að neyta áfengis og annarra vímuefna.
 13. Sýna ábyrg rafræn samskipti og netnotkun.
 14. Vera ávallt upplýst um lög og reglur sem gilda um börn og unglinga og að skylt sé að tilkynna barnaverndaryfirvöldum ef ætla má að barn búi við óviðunandi aðstæður eða er þolandi ofbeldis.
 15. Vera meðvitað um að þau hafi sterkari stöðu en barnið sem þau vinna með. Ekki má undir nokkrum kringumstæðum misnota aðstöðu sína.
 16. Gæta varfærni og hlífðar í samskiptum við börn og skjólstæðinga í viðkvæmum aðstæðum.
 17. Sýna árvekni gagnvart einelti, áreitni og annarri óviðeigandi hegðun.
 18. Notfæra sér ekki vitneskju eða tengsl sem verða til á vettvangi þjónustunnar í ábata- eða hagsmunaskyni.
 19. Gæta þess að eiga gott samstarf við samstarfsfólk og yfirmenn, stuðla að eindrægni og samhug og gæta virðingar í umtali.
 20. Sýna jafnan trú og siðum annarra umburðarlyndi og forstöðumönnum og prestum annarra trúfélaga og kirkjudeilda virðingu.
 21. Gæta þess að vera málefnaleg og gæta varkárni í ummælum um kenningarleg og guðfræðileg mál, hvort sem er í samræðum eða opinberlega.

Samþykkt á kirkjuþingi 2009