ÆSKR

Æskulýðssamband Kirkjunnar í Reykjavíkurprófastsdæmum

ÆSKR fær viðurkenningu!

Í kvöld tekur ÆSKR við viðurkenningu fyrir fyrirmyndaverkefnið Youth against Bullying – A human rights campaign against discrimination and exclusion sem fram fór í Háteigskirkju síðasta sumar. Verkefnið var ungmennaskipti sem unnið var í samstarfi ÆSKR og Evangelische Kirchenmeinde Inden-Langerwehe í Þýskalandi. Verkefnið verður fulltrúi Íslands í flokknum The Active European Citizen á verðlaunahátíð fyrirmyndarverkefna Read more about ÆSKR fær viðurkenningu![…]

Ársfundur ÆSKR

Ársfundur ÆSKR fór fram í Grensáskirkju þirðjudaginn 16. apríl. Fundurinn hófst með helgistund í kirkjunni í umsjá sr. Ólafs Jóhannssonar. Að helgistundinni lokinni hófust hefðbundin ársfundarstörf þar sem Dagný Halla Tómasdóttir starfsmaður ÆSKR kynnti ársskýrslu starfsársins og Jónína Sif Eyþórsdóttir formaður ÆSKR kynnti drög að fjárhagsáætlun fyrir árið 2014 sem fer síðan til samþykktar hjá Read more about Ársfundur ÆSKR[…]

Vorhátíð ÆSKR – Leikir og grill

Á síðasta degi vetrar, miðvikudaginn 24. apríl ætlum við að gera okkur glaðan dag og leika okkur saman í Seljakirkju. Fjörið hefst kl.17.30 (til ca. 20.00). Farið verður í leiki úti eða inni, allt eftir veðri en sama hvernig vindar blása ætlum við að grilla og bjóða upp á grillaðar pylsur og með því. Við Read more about Vorhátíð ÆSKR – Leikir og grill[…]

Default title

Ársfundur ÆSKR verður þann 16.apríl næstkomandi í Grensáskirkju og hefst kl.17.00. Mikilvægt er að þau sem starfa við eða koma að æskulýðsmálum kirkjunnar í Reykjavíkurprófastsdæmum mæti á fundinn og taki þannig virkan þátt í sameiginlegu æskulýðsstarfi prófastsdæmanna. Á fundinum verður farið yfir málefni síðasta starfsárs, kosið í Æskulýðsráðið og fólki gefst kostur á að gefa Read more about Default title[…]

Söngmót Sigga Grétars í Vatnaskógi 12.-14. apríl 2013

Frábært söngmót í Vatnaskógi á vegum Skógarmanna og æskulýðsnefndar Kjalarnessprófastsdæmis. Finnst þér gaman að syngja?  Finnst þér gott að sitja við arineldinn og syngja falleg lög?  Finnst þér gaman að syngja með öðrum krökkum? Þá er Söngmótið í Vatnaskógi 12.-14. apríl rétti staðurinn fyrir þig.  Opið öllum unglingum í 8.-10. bekk sem hafa gaman af Read more about Söngmót Sigga Grétars í Vatnaskógi 12.-14. apríl 2013[…]

Lát rödd þína heyrast!

Hér er kostaboð fyrir alla leiðtoga og aðstoðarleiðtoga í barna- og unglingastarfi 15 ára og eldri. Ekki láta þetta framhjá þér fara! Námskeið í Seltjarnaneskirkju miðvikudaginn 6. mars kl 18-21.30 þar sem Ilmur Kristjánsdóttir, leikkona og Halldór Elías Guðmundsson, æskulýðsfulltrúi KFUM og KFUK sjá um fræðsluna. Dagskrá: 18.00 Mæting 18.10 Ilmur Kristjánsdóttir, leikkona Kanntu að koma Read more about Lát rödd þína heyrast![…]

Febrúarmót 2013

Um 230 unglingar og leiðtogar þeirra áttu saman frábæra helgi í Vatnaskógi á febrúarmóti ÆSKR 2013. Eins og venja er á þessum mótum var stemningin frábær. Skemmtilegar kvöldvökur og ýmiskonar fjölbreytt verkefni. Þá var að sjálfsögðu spurningakeppni ÆSKR á sínum stað og í ár voru það NEDÓingar sem stóðu uppi sem sigurvegarar. Þá sigraði MeMe Read more about Febrúarmót 2013[…]

Febrúarmót!

Í tilefni Febrúarmótsins sem nálgast óðfluga hefur snillingurinn Lalli í Hjallakirkju samið lag fyrir ÆSKR. Lagið heitir “Ég um mig frá mér til þín” rétt eins og yfirskrift mótsins er. Endilega hlustið á lagið og lærið það, það verður mikið sungið í Vatnaskógi! [embedplusvideo height=”356″ width=”584″ standard=”http://www.youtube.com/v/SU9fj8VG4j4?fs=1″ vars=”ytid=SU9fj8VG4j4&width=584&height=356&start=&stop=&rs=w&hd=0&autoplay=0&react=1&chapters=&notes=” id=”ep9470″ /] Takk Lalli, þú ert meiriháttar! Read more about Febrúarmót![…]