Grunnnámskeið kirkjunnar er fyrir 17 ára og eldri sem starfa í barna- og unglingastarfi kirkjunnar. Eins og nafnið gefur til kynna eru teknir fyrir þeir þættir sem skipta hvað mestu máli að hafa innsýn í í barna og unglingastarfi kirkjunnar og eftir námskeiðið eiga leiðtogarnir að vera betur í stakk búnir til að bera ábyrgð á starfi innan safnaða.
Námskeiðið er byggt upp á ellefu sjálfstæðum fyrirlestrum og er efninu skipt í þrjá megin flokka, kristina trú, trúarlíf og helgihald og að starfa með börnum og unglingum í kristilegu starfi.
Áhersla er lögð á virka þátttöku nemendanna og gott samfélag.
Grunnnámskeið er samstarfsverkefni fræðslusviðs Biskupsstofu, ÆSKR, ÆSKÞ og æskulýðsnefndar Kjalarnessprófastsdæmis og er unnið í samræmi við fræðslustefnu Þjóðkirkjunnar.