Háttatími í Vatnaskógi

Nú er góður dagur að baki í Vatnaskógi. Hér hefur verið farið í leiki, sýnd skemmtiatriði og sungið af miklum krafti. Allt hefur gengið vel, allir heilir og hressir. En nú er að komast ró á svefnskálann og styttist í að þreytt og sæl börn og leiðtogar verði komin í fastasvefn.