Fyrsti viðburður ÆSKR þennan veturinn var haldinn í Hallgrímskirkju miðvikudaginn 18. september.
Notast var við svæðið á Skólavörðuholtinu og auk verefnisins að finna fánann hjá hinu liðinu gátu liðin fengið stig fyrir að ná klemmum af hvort öðru og finna vel faldar myndir með trúartáknum. Leikurinn tókst mjög vel og ekki skemmdi fyrir að við fengum fyrsta góða veðrið í september. Veðrið kom sér líka vel fyrir grillmeistarann sem grillaði pylsur af miklum móð í tæplega 60 manns sem tóku vel til matar síns.
ÆSKR þakkar öllum fyrir þátttökuna og Hallgrímskirkju fyrir góðar móttökur.