Tilkynning vegna brottfarar á Febrúarmót í Vatnaskógi föstudaginn 24.febrúar

Við erum meðvituð um hvernig veðurspá morgundagsins lítur út og fylgjumst náið með þróun mála og birtum hér allar nýjar upplýsingar þegar þær berast. Allar ákvarðandir um brottför verða teknar í samráði við fagfólk í fólksflutningum og veðurstofu. Lokafundur í dag með þessum aðilum er áætlaður kl.17 og við upplýsum um niðurstöður og ákvarðanir teknar á Read more about Tilkynning vegna brottfarar á Febrúarmót í Vatnaskógi föstudaginn 24.febrúar[…]

Upplýsingar fyrir foreldra um Febrúarmót

Febrúarmót ÆSKR fer fram 12.-14.feb í Vatnaskógi. Brottför á föstudegi er frá Árbæjarkirkju kl.17:30 og heimkoma á sama stað á sunnudag kl. 13:15 Umsjónaraðili mótsins er Æskulýðssamband Kirkjunnar á höfuðborgarsvæðinu en mikilvægt er að börn gefi sig fram við leiðtoga sinnar kirkju/æskulýðsfélags við brottför. Meðfylgjandi er skjal með upplýsingum og reglum mótsins, allar nánari upplýsingar veita Read more about Upplýsingar fyrir foreldra um Febrúarmót[…]

Leiðtogaskemmtun og spjall – Frestað-

Við ætlum að ljúka vetrinum á því að hittast og skemmta okkur og í leiðinni losa smá spennu í Bogfimisetrinu. Þarna er fín inni aðstaða, kennarar og allur búnaður á staðnum. Eftirá (og á meðan) stefnum við á opið spjall vítt og breitt um starf vetrarins, hvað tókst vel og hvernig við getum verið samstíga Read more about Leiðtogaskemmtun og spjall – Frestað-[…]

Capture The Flag í Digraneskirkju

Capture The Flag 13. maí kl.19:30 í Digraneskirkju Við ætlum að fagna vorinu með grilli og stórum capture the flag á útvistarsvæðinu við Digraneskirkju. Þetta er snilldar staður fyrir þennan leik og búumst við fínu maí veðri. Pylsur verða á grillinu. Endilega takið þátt og keyrum upp sumarstemningu. vinsamlegast látið vita síðasta lagi kvöldið áður Read more about Capture The Flag í Digraneskirkju[…]

Ársfundur ÆSKR 21. apríl

Ársfundur ÆSKR verður haldinn þann þriðjudaginn 21.apríl í Grensáskirkju kl.17.00. Á ársfundi er kynnt ársskýrsla ÆSKR ásamt öðrum fundarefnum sem varða starfið. Kosið verður í æskulýðsráð ÆSKR. Tveir fulltrúar frá hverjum söfnuði hafa atkvæðisrétt á ársfundi ÆSKR en auk þess eiga þjónandi prestar, djáknar og æskulýðsfulltrúar í föstu starfi í söfnuðum prófastsdæmanna atkvæðisrétt á fundinum. Ársfundur Read more about Ársfundur ÆSKR 21. apríl[…]

Vaktu með Kristi 2015

Í ár halda ÆSKR og ÆNK viðburðinn Vaktu með Kristi í Víðistaðakirkju. Dagskráin er hefðbundin og hefst að kvöldi skírdags og lýkur snemma morguns föstudaginn langa þar sem þátttakendum býðst rútuferð í sína heimakirkju. Það er löng hefð fyrir þessum viðburði og alltaf jafn skemmtilegur! Tilkynnið þátttöku til aeskr@kirkjan.is Umsjón hafa Katrín Helga Ágústsdóttir og Hafdís Ósk Baldursdóttir Read more about Vaktu með Kristi 2015[…]

Æskarinn – Stuttmyndahátíð ÆSKR

Við hvetjum öll æskulýðsfélög til að taka þátt hvort sem keppt er til sigurs eða til skemmtunar því viðburðurinn er sérlega glæsilegur í ár. Sýningarkvöldið verður haldið í Bæjarbíói 26. mars. Bæjarbíó hefur verið gert upp í sína upprunalegu mynd og því einn fallegasti sýningarstaður sem völ er á. Það verður því hátíðarstemning og eftirminnilegt Read more about Æskarinn – Stuttmyndahátíð ÆSKR[…]