Byrjun vetrarstarfs og skyndihjálparnámskeið

Nú þegar ágúst er gengin í garð fara æskulýðsfélögin að byrja aftur eftir sumarfrí. Það sem gott er að hafa í huga er að byrja starfið sem fyrst og helst fyrir eða í kringum skólasetningar til að hafa mesta möguleika á því að krakkarnir séu ekki búnir að lofa sér annað á fundartímum.

Einnig sem þarf að hafa í huga við undirbúning er þjálfun leiðtoga sem koma að starfinu. Með það í huga standa ÆSKR, ÆSKÞ og Biskupsstofa að Skyndihjálparnámskeiði á vegum Rauða krossins.  Námskeiðið verður kennt 26. ágúst 2019 klukkan 16:30 í Háteigskirkju og tekur kennslan um 4 tíma. Að námskeiði loknu fá allir þáttakendur námskeiðsins vottun upp á að þeir hafi klárað 4 tíma skyndihjálparnámskeið sem dugar í tvö ár. Boðið verður upp á kvöldmat en námskeiðið er frítt fyrir leiðtoga í barna- og unglingastarfi Þjóðkirkjunnar.

Skráningar fara fram hér til 23. ágúst. 

Ef einhverjar spurningar vakna má hafa samband við framkvæmdarstjóra ÆSKR, Kristján Ágúst Kjartanson í síma: 861-1625 og tölvupósti: aeskr@kirkjan.is