Febrúarmót æskulýðsfélaga ÆSKR um helgina

Allt er að verða klárt fyrir skemmtilegt mót um helgina og er brottför samkvæmt áætlun á morgun. Við bendum á fb síðu ÆSKR þar sem við munum einnig setja inn tilkynningar eftir þörfum. Ef um áríðandi tilkynningar er að ræða þá sendum við forráðamönnum SMS skilaboð á þau númer sem fylgdu skráningum. https://www.facebook.com/aeskr/

Ársfundur ÆSKR verður haldinn mánudaginn 24.apríl 2017

Ársfundur ÆSKR verður haldinn mánudaginn 24.apríl 2017 í Grensáskirkju kl.17.00. Á ársfundi er kynnt ársskýrsla ÆSKR ásamt öðrum fundarefnum sem varða starfið. Kosið verður í æskulýðsráð ÆSKR. Tveir fulltrúar frá hverjum söfnuði hafa atkvæðisrétt á ársfundi ÆSKR en auk þess eiga þjónandi prestar, djáknar og æskulýðsfulltrúar í föstu starfi í söfnuðum prófastsdæmanna atkvæðisrétt á fundinum. Ársfundur Read more about Ársfundur ÆSKR verður haldinn mánudaginn 24.apríl 2017[…]

Upplýsingar fyrir foreldra barna á TTT móti ÆSKR

Leyfilegt er að taka með sér nammi og drykki, í hófi, en ekki er leyfilegt að hafa orkudrykki. Við mælum með því að merkja farangur, fatnað og hluti og best er að skilja dýra hluti og tæki eftir heima. Nauðsynlegt er að hafa meðferðis: kodda, svefnpoka/sæng, náttföt, tannbursta, úlpu, húfu og vetlinga. Mæting á föstudaginn Read more about Upplýsingar fyrir foreldra barna á TTT móti ÆSKR[…]

TTT Dagskrá ÆSKR – Mót í Vatnaskógi og Ball í Neskirkju!

Framundan eru tveir stórskemmtilegir viðburðir fyrir TTT hópa.   Fyrst er skemmtidagskrá í Neskirkju þriðjudaginn 7. mars kl.17-19. Boðið verður upp á pizzu, skemmtiatriði og diskótek. Þessi viðburður er upplagður fyrir þau sem vilja hita upp fyrir TTT mótið eða bara gera sér skemmtilegan dagamun. Þátttaka er ókeypis en leiðtogar þurfa að vera á staðnum Read more about TTT Dagskrá ÆSKR – Mót í Vatnaskógi og Ball í Neskirkju![…]