Leiðtogagleði ÆSKR

Á morgun, föstudaginn 23. nóvember er leiðtogagleði ÆSKR! Við leiðtogarnir ætlum að eiga góða stund saman og fá að vera þátttakendur í fjörinu svona einu sinni í staðinn fyrir að vera alltaf skipuleggjendurnir. Snillingurinn og æskulýðsfrömuðurinn Ástríður Jónsdóttir eða Ásta Jóns eins og við þekkjum hana flest, er búin að hanna fyrir okkur skemmtidagskrá. Mæting Read more about Leiðtogagleði ÆSKR[…]

Námskeið um sjálfboðna þjónustu í kirkjunni

Þemadagur fyrir æskulýðsfulltrúa, djákna, sóknarnefndarfólk og presta um sjálfboðaliða í kirkjunni, verður föstudaginn 30. nóvember í Vídalínskirkju í Garðabæ. Fjallað verður um efnið í erindum, umræðum, hópefli, bænajóga og borðsamfélagi. Yfirskrift þemadagsins er Náðargjafir til góðs – um sjálfboðna þjónustu í kirkjunni. Markmiðið með þemadeginum er að þjálfa leiðtoga safnaðanna til að rækta og viðhalda sjálfboðinni þjónustu Read more about Námskeið um sjálfboðna þjónustu í kirkjunni[…]

♪ ♫ ♬ Skín í rauðar skotthúfur ♩ ♪ ♫ ♬

Sönghópur ÆSKR hittist í dag (þriðjudag)  kl 17:00 í Digraneskirkju. Síðast æfðum við upp nokkur lög og settum við þau raddanir og skemmtum okkur konunglega. Meðal annars sungum við Skín í rauðar skotthúfur, Jólin jólin allsstaðar, Forðum í bænum Betlehem, Þá nýfæddur Jesús og fleira. Ef þú hefur gaman af að syngja og vilt komast Read more about ♪ ♫ ♬ Skín í rauðar skotthúfur ♩ ♪ ♫ ♬[…]

Spila- og leikjakvöld ÆSKR

Miðvikudaginn 21. nóvember verður Spila- og leikjakvöld ÆSKR haldið hátíðlegt í Grensáskirkju kl 20:00. Ýmis skemmtileg spil verða á boðstólum fyrir einstaklinga og smærri hópa, boðið verður upp á Varúlf í tveimur stofum svo allir áhugamenn um varúlfa og varúlfaveiðar ættu að komast að. Fyrir þá sem þurfa á meiri hreyfingu að halda en hefðbundin Read more about Spila- og leikjakvöld ÆSKR[…]